Yfirlæknir einn haft aðganginn

Samgöngustofa vísar því á bug í tilkynningu að fleiri starfsmenn …
Samgöngustofa vísar því á bug í tilkynningu að fleiri starfsmenn en yfirlæknir flugsviðs þar hafi haft aðgang að sjúkraskrám. mbl.is/​Hari

„Í ljósi nýlegrar umfjöllunar fjölmiðla um aðgang Samgöngustofu að sjúkraskrám, vill stofnunin koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri,“ segir í fréttatilkynningu Samgöngustofu og vísað þar til fjölmiðlaumfjöllunar um lokun á aðgang heilbrigðisstarfsfólks stofunnar.

Segir þá í tilkynningunni að yfirlæknir flugsviðs Samgöngustofu hafi einn aðgang að sjúkraskrám þar innanbúðar, engir aðrir starfsmenn stofnunarinnar hafi slíkan aðgang eða hafi haft hann.

Nauðsynleg gögn yfirlækni mikilvæg

„Yfirlæknir flugsviðs Samgöngustofu vinnur eftir ströngum verklagsreglum og tilgangur skoðana í sjúkraskrá er að leggja mat á heilsufarsgögn umsækjanda um heilbrigðisvottorð fyrir flugliða og flugumferðarstjóra sem og læknaskýrslur fyrir öryggis- og þjónustuliða,“ segir enn fremur.

Í niðurlagi tilkynningarinnar er því svo slegið föstu að mikilvægt sé að yfirlæknir hafi nauðsynleg gögn til að leggja mat á heilbrigði umsækjenda um heilbrigðisvottorð. Þar sé á ferð mikilvægt flugöryggismál enda gildi strangar kröfur um heilbrigði flugliða, flugumferðarstjóra og þjónustu og öryggisliða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert