Ekki vitað hvort Íslendingi verði veitt sakaruppgjöf í Víetnam

Frá Víetnam.
Frá Víetnam. AFP

Stjórnvöld í Víetnam munu á næstunni veita 3.800 föngum sakaruppgjöf og þar á meðal 20 útlendingum.

Í frétt AFP-fréttaveitunnar kemur fram að útlendingarnir sem verður veitt sakaruppgjöf séu frá Íslandi, Kambódíu, Kína, Indlandi, Laos, Suður-Afríku og Bandaríkjunum.

Í svari við fyrirspurn mbl.is til utanríkisráðununeytisins um málið segir að ráðuneytinu sé kunnugt um einn íslenska ríkisborgara sem afplánar fangelsisdóm í Víetnam en geti ekki veitt frekari upplýsingar um einstök mál.

„Utanríkisráðuneytinu hefur ekki borist staðfesting frá víetnömskum yfirvöldum um hvort umræddur einstaklingur er á meðal þeirra fanga sem til stendur að veita sakaruppgjöf,“ segir enn fremur í svarinu.

Í ágúst greindu stjórnvöld í Víetnam frá því að 643 útlendingar séu í fangelsum í landinu og að sögn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch eru um 160 pólitískir fangar á bak við lás og slá í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert