Er kunnugt um tvo Íslendinga í Líbanon

Frá Beirút eftir árásir Ísraelsmanna.
Frá Beirút eftir árásir Ísraelsmanna. AFP

Ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu er kunn­ugt um tvo ís­lenska rík­is­borg­ara í Líb­anon, og er í sam­bandi við þá.

Þetta kem­ur fram í svari Ægis Þórs Ey­steins­son­ar, fjöl­miðlafull­trúa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, við fyr­ir­spurn mbl.is.

Hann staðfest­ir að ann­ar þeirra hafi óskað eft­ir aðstoð Borg­araþjón­ustu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins en geti að öðru leyti ekki tjáð sig um ein­stök borg­araþjón­ustu­mál.

Ægir seg­ir mögu­leik­um á að kom­ast með hefðbundn­um leiðum úr land­inu fari ört fækk­andi og því mik­il­vægt að þeir sem hyggj­ast yf­ir­gefa Líb­anon geri það sem allra fyrst.

„Við vilj­um ít­reka að Íslend­ing­ar í Líb­anon hafi sam­band við borg­araþjón­ust­una og láti vita af sér, jafn­vel þó þeir séu ekki hjálp­arþurfi. Annað hvort í síma +354 545 0112, sem er op­inn all­an sól­ar­hring­inn, eða með tölvu­pósti á net­fangið hjalp@utn.is,“ seg­ir í svari Ægis.

Ísra­els­menn hafa á und­an­förn­um dög­um gert harðar árás­ir á Líb­anon og eru tugþúsund­ir á flótta. Þá segja stjórn­völd í Líb­anon að loft­árás á sýr­lensku landa­mær­in í nótt hafi rofið þjóðveg­inn sem teng­ir lönd­in tvö sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert