Falið heimilisleysi á höfuðborgarsvæðinu

Eitthvað er um að strákar sofi úti, meðal annars í …
Eitthvað er um að strákar sofi úti, meðal annars í tröppunum við hliðina á Konukoti. mbl.is/Golli

Halldóra R. Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segir heimilisleysi mjög falið á höfuðborgarsvæðinu en Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík.

Segist hún telja að margar heimilislausar stelpur skili sér ekki í Konukot og nefnir sérstaklega þær yngri sem kannski komi einu sinni inn í smá stund til þess að fá að borða og fá einhver föt.

„Við erum mjög fegnar þegar þær koma, því þá vitum við að þær eru ekki í óöruggum aðstæðum því þær eru það mjög oft og koma stundum hingað eftir að hafa verið í einhverju ekki ákjósanlegu,“ segir Halldóra.

Eitthvað er um að strákar sofi úti. „Þeir hafa verið að gera það hérna í tröppunum við hliðina á okkur,“ segir hún. Um ástæður þess að þeir leiti þangað segir hún hópinn samheldinn og að strákarnir umgangist konurnar mikið.

Lesa má meira um málið í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert