Fíklar bíða í hundraðavís

Inga Sæland segir enga mannúð að finna hjá íslenskum stjórnvöldum …
Inga Sæland segir enga mannúð að finna hjá íslenskum stjórnvöldum nema gagnvart einhverju sérstöku. mbl.is/Golli

Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir fíkla í hundraðavís bíða eftir að komast inn á Sjúkrahúsið Vog. Segir hún að þegar þau hafi lokið meðferð sinni og jafnvel eftirmeðferð sé ekkert sem bíði þeirra. Þau hafi ekki utanumhald eða húsnæði. Þau séu full af bjartsýni og brosi að fá að takast á við lífið. Þau séu tilbúin í verkefnið og tilbúin að vera með – þátttakendur.

„Þá fá þau bara í raun einn á lúðurinn. Þau standa allt í einu eftir næstum því alein úti á miðri götu.“ Inga segir enga mannúð að finna hjá íslenskum stjórnvöldum nema í afmörkuðum tilvikum.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar og 1. varaformaður velferðarnefndar, segir Reykjavíkurborg hafa borið hitann og þungann af grundvallarþjónustu við heimilislausa á höfuðborgarsvæðinu. Segir hann stór sveitarfélög skila nánast auðu í þeim efnum, tryggja þurfi jafnari kostnaðardreifingu milli sveitarfélaga en fyrst og fremst búa betur að fólkinu. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert