Frá og með júlí á næsta ári mega karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum gefa blóð á Íslandi.
Samkynhneigðum karlmönnum hefur til þessa ekki verið heimilt að gefa blóð á grundvelli reglugerðar þar sem gert er ráð fyrir frávísun gjafa blóðeininga frá fólki „sem vegna kynhegðunar sinnar er mjög hætt við að fá alvarlega smitsjúkdóma sem geta borist með blóði“.
Vísir greindi fyrst frá.
Hafa flest Evrópuríki þegar snúið við lögunum sem mörgum þykja úrelt og einkennast af fordómum gegn samkynhneigðum karlmönnum. Er Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu.
Er breytingin liður í aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. Felur breytingin jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar.
Þess í stað var kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði og lögð var til skilgreining á því hvað teldist áhættusamt kynlíf, sem var „kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði“.