Viðreisn Jóns, örkin hans Óla og skvettugangur í Móunum

Hvaða áherslumál hyggst Jón Gnarr setja á oddinn í stjórnmálastarfi innan Viðreisnar? Er stefnuskrá flokksins leiðarvísirinn eða hyggst hann fara sínar eigin leiðir? Þessum spurningum og fleirum svaraði Jón í nýjasta þætti Spursmála.

Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að ofan en einnig á Spotify og YouTube, og er öllum aðgengileg.

Nýtt fólk í brúnna

Nýverið lýsti Jón því yfir að hann hygðist hasla sér völl í landsmálunum á vettvangi Viðreisnar.

Hann mun taka þátt í prófkjöri og sækjast eftir leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. Þar sitja nú á fleti fyrir þær Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir. Sú fyrrnefnda í Reykjavík suður og sú síðarnefnda í norður.

Milli lands og Eyja

Líkt og undanfarnar vikur hafa mörg stórtíðindi rekið önnur á fréttavettvangi. Til þess að ræða þau mál mættu í settið þau Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og fyrrum bæjarfulltrúi í Garðabæ og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju og nýráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs, sem siglir milli lands og æskustöðva prestsins, Vestmannaeyja.

Ekki missa af spennandi samfélagsumræðu hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14. Spursmál eru einnig aðgengileg á öllum helstu streymisveitum, meðal annars Spotify og YouTube.

Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson og Áslaug Hulda Jónsdóttir fara yfir …
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson og Áslaug Hulda Jónsdóttir fara yfir fréttir vikunnar. Jón Gnarr ræðir stefnu sína og Viðreisnar. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert