Landsmönnum fjölgaði um á þriðja þúsund

Alls bjuggu 386.970 manns á Íslandi í lok annars ársfjórðungs …
Alls bjuggu 386.970 manns á Íslandi í lok annars ársfjórðungs 2024 mbl.is

Alls bjuggu 386.970 manns á Íslandi í lok annars ársfjórðungs 2024. Þar af voru 198.360 karlar, 188.420 konur og kynsegin/annað voru 180.

Landsmönnum fjölgaði um 2.230 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 246.770 manns en 140.200 á landsbyggðinni. Erlendir ríkisborgarar voru 65.870 eða 17,0% af heildarmannfjöldanum, að því er segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Á öðrum ársfjórðungi fæddust 1.090 börn en 640 einstaklingar létust.

Á sama tíma fluttust 1.780 einstaklingar til landsins umfram brottflutta og skiptist það jafnt á milli karla og kvenna (890).

Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 180 umfram brottflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.600 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert