Örerindi um „mæðrun á tímum nýfrjálshyggju“

Ljósmynd frá flokksráðsfundi Vinstri grænna sem var haldinn fyrir nokkrum …
Ljósmynd frá flokksráðsfundi Vinstri grænna sem var haldinn fyrir nokkrum mánuðum. Ljósmynd/Aðsend

Vinstri græn ganga til landsfundar í dag og má búast við einhverjum hasar yfir helgina. Ljóst er að nýr formaður tekur við keflinu og þá er starfandi formaður með mótframboð frá kollega í varaformannsembættið.

Ýmsar tillögur verða teknar fyrir, eins og til dæmis ein um stjórnarslit.

Landsfundur VG verður settur klukkan 16.20 í dag og á morgun verður ný forysta í flokknum kjörin. Dagskráin kennir ýmissa grasa og þar á meðal er dagskrárliður sem nefnist: „Mæðrun á tímum nýfrjálshyggju.“

Kosið klukkan 15.30 á morgun

Svandís Svavarsdóttir er eini frambjóðandinn sem hefur tilkynnt um framboð í formann. Eru því miklar líkur á því að hún taki við keflinu eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur af Alþingi, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur verið starfandi formaður síðan þá.

Slagur er um varaformannsembættið en Guðmundur Ingi, kjörinn varaformaður og starfandi formaður, fær mótframboð frá Jódísi Skúladóttur alþingismanni.

Jódís og Guðmundur hafa tilkynnt um framboð í varaformann VG.
Jódís og Guðmundur hafa tilkynnt um framboð í varaformann VG. Samsett mynd

Þá hefur Hólm­fríður Jennýj­ar Árna­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Suður­kjör­dæmi, gefið kost á sér í embætti rit­ara Vinstri grænna.

Stjórnarkjörið verður klukkan 15.30 á morgun og þá verður ljóst hverjir forystumenn VG verða.

Svandís býður sig fram til formanns.
Svandís býður sig fram til formanns. Eggert Jóhannesson

Tillaga um stjórnarslit

Fyrir stjórnarkjörið verður meðal annars dagskrárliður sem nefnist:

„Staða VG eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf – Hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa?“

Að óbreyttu verður til­laga um að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins lögð fram á lands­fundinum.

Afgreiðsla ályktana verður tekin fyrir á sunnudag en áður en landsfundargestir taka það fyrir þá er m.a. dagskrárliður um sunnudagsmorgun sem nefnist „Andað með Andra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert