Vongóður um endurreisn

Í þessu húsnæði við höfnina á Akranesi var Skaginn 3X …
Í þessu húsnæði við höfnina á Akranesi var Skaginn 3X með starfsemi sína. mbl.is/Sigurður Bogi

„Nú eru menn að leggj­ast á ár­arn­ar til að reyna sitt ýtr­asta til að bjarga starf­sem­inni sem var í Skag­an­um 3X hér á Akra­nesi. Það er mik­il­vægt að þessi gjörn­ing­ur hafi farið fram og fast­eign­irn­ar komn­ar á þessa hönd, sem auðveld­ar síðan áfram­haldið,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann var spurður álits á því að Íslands­banki leysti til sín það at­vinnu­hús­næði í eigu Grenja sem hýsti starf­semi Skag­ans 3X á Akra­nesi, en fyr­ir­tækið fór í þrot í byrj­un júlí sl.

„Ég er vongóður um að nú tak­ist að mynda góðan eig­enda­hóp um end­ur­reisn á starf­semi Skag­ans 3X, þótt sú end­ur­reisn fari hæg­ar af stað en von­ast var til í sum­ar af því að svo langt er um liðið frá því fyr­ir­tækið fór í þrot. Við bind­um mikl­ar von­ir við þessa nýju stöðu í mál­inu,“ seg­ir Har­ald­ur og kveðst vita til þess að hóp­ur fjár­festa sé að tala sam­an. Von­ir standi til að málið geti gengið upp þótt ein­hver ljón séu enn á veg­in­um. Aðal­málið fyr­ir Akra­nes­kaupstað sé að fyr­ir­tækið verði í heild sinni í bæn­um og að sú starf­semi sem var í Skag­an­um 3X verði ekki leyst upp.

„Síðan verður að koma í ljós hvernig markaður­inn er fyr­ir tækja­búnað sem fyr­ir­tækið fram­leiðir og hvernig geng­ur að keyra fyr­ir­tækið upp í fyrri styrk og rekst­ur. Meg­in­málið fyr­ir Akra­nes­kaupstað er að fyr­ir­tækið verði ekki slitið sund­ur, ekki flutt frá Akra­nesi og að þarna verði áfram rót­in af gamla Skag­an­um sem ný og grósku­mik­il starf­semi get­ur sprottið upp af,“ seg­ir Har­ald­ur.

„Þessi fram­gang­ur í mál­inu er ánægju­leg tíðindi,“ seg­ir hann.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka