Að feika rússneskan hreim

Vigús Gunnarsson er sá eini á landinu sem starfar í …
Vigús Gunnarsson er sá eini á landinu sem starfar í fullu starfi við leikaraskipan. mbl.is/Ásdís

Bak við hverja kvik­mynd eða sjón­varpsþátt ligg­ur ómæld vinna áður en áhorf­end­ur fá að sjá afrakst­ur­inn. Miklu máli skipt­ir að ráða réttu leik­ar­ana í hlut­verk­in en sú leit get­ur verið vanda­söm. Vig­fús Þorm­ar Gunn­ars­son er lík­lega sá Íslend­ing­ur sem veit mest um þau mál, en hann starfar við leik­ara­skip­an hjá fyr­ir­tæki sínu Doorway Casting. Vig­fús sett­ist niður með blaðamanni til að segja frá starfi sínu og þar var ým­is­legt sem kom á óvart.

Eld­skírn á setti

Leik­list­ar­bakt­erí­an blundaði í Vig­fúsi frá unga aldri. Hon­um þótti gam­an að vera með í leik­rit­um í barna­skóla og kunni ágæt­lega við at­hygl­ina. En íþrótt­ir áttu hug hans all­an lengi fram­an af en Vig­fús spilaði hand­bolta með Hauk­um. Hann seg­ir að sem barn og ung­ling­ur hafi hann upp­lifað sig sem meiri íþrótta­mann en leik­ara, en eft­ir veik­indi og meiðsl lagði hann hand­bolta­skóna á hill­una.

„Ég þurfti svo­lítið að hrista af mér íþrótta­mann­inn og finna mig sem leik­ara,“ seg­ir Vig­fús sem fór þó ekki bein­ustu leið í leik­list því ungi maður­inn keyrði sendi­bíl í nokk­ur ár þar til hann ákvað að skella sér í leik­list­ar­nám í Kvik­mynda­skóla Íslands.

„Fljót­lega eft­ir að ég kláraði skól­ann fékk ég lítið hlut­verk í Von­ar­stræti, en ég hafði áður leikið í stutt­mynd hjá Bald­vini Z. Ég var að fara að skrifa und­ir ráðning­ar­samn­ing hjá Ingvari Þórðar­syni og Júlla Kemp sem leik­ari þegar þeir spurðu mig hvað ég væri að fara að gera. Ég sagðist bara vera að leita mér að vinnu. Þeir buðu mér þá að vera „runner“ við Von­ar­stræti, sem var svo­lítið stórt skref fyr­ir mig þá,“ seg­ir Vig­fús og út­skýr­ir að „runner“ sé eins kon­ar „allt­múlí­g­mann“ á setti.

„Eft­ir þetta verk­efni var mér strax boðið starf sem ann­ar aðstoðarleik­stjóri í mynd­inni Sum­ar­börn­um. Ég ákvað að stökkva á tæki­færið og var þetta mik­il eld­skírn. Eft­ir þetta fannst mér ein­hvern veg­inn mér all­ir veg­ir fær­ir í sam­bandi við að vinna á setti. Ég hélt svo áfram sem ann­ar aðstoðarleik­stjóri og var aðeins far­inn að verða aðstoðarleik­stjóri, sem er eins kon­ar verk­stjóri á setti svo leik­stjór­inn geti verið huggu­leg­ur á bak við mónitor,“ seg­ir Vig­fús.

„Það var svo í öðru verk­efni sem ann­ar aðstoðarmaður leik­stjóra hjá Bald­vini Z í Rétti III að hann spyr mig hvort ég geti hjálpað sér við „casting“,“ seg­ir Vig­fús, en besta orðið yfir það er lík­lega leik­ara­skip­an.

„Og þannig byrjaði það.“

Sneri sér að leik­ara­skip­an

Eitt leiddi af öðru og starfið vatt upp á sig og Vig­fús var sí­fellt beðinn að taka að sér fleiri verk­efni tengd leik­ara­skip­an.

„Eft­ir Rétt III fór ég að gera meira og meira af þessu. Ég veit ekki hvort ég var rétt­ur maður, en ég var alla vega á rétt­um stað á rétt­um tíma,“ seg­ir Vig­fús og seg­ir kröf­urn­ar í kvik­mynda­gerð hafa auk­ist með ár­un­um og margt hafi breyst, en leik­ara­skip­an var oft áður í hönd­um leik­stjóra eða fram­leiðanda. Í dag er staðan önn­ur.

„Það er allt of mik­il vinna fyr­ir leik­stjóra að hringja í alla, taka fundi með öll­um deild­um og taka alla í pruf­ur. Á end­an­um var orðið mikið að gera í leik­ara­skip­an og ég var líka mikið að vinna á setti. Á þess­um tíma vor­um við kon­an mín með tvo litla stráka og það var orðið ansi mikið að gera. Ég ákvað þá að taka séns­inn og hætta að vinna á setti og snúa mér al­farið að leik­ara­skip­an, og það hef­ur held­ur bet­ur gengið eft­ir,“ seg­ir Vig­fús, sem árið 2018 stofnaði fyr­ir­tækið Doorway Casting sem sér­hæf­ir sig í leik­ara­skip­an í kvik­mynd­ir, sjón­varpsþætti og aug­lýs­ing­ar.

„Ég er ekki sá fyrsti sem sinn­ir þessu starfi en ég er sann­ar­lega sá fyrsti sem vinn­ur við þetta í fullri vinnu,“ seg­ir Vig­fús.

Hundrað sér­vald­ir auka­leik­ar­ar

„Núna erum við með mynd sem heit­ir Reykja­vík og er um leiðtoga­fund­inn í Höfða árið 1986,“ seg­ir Vig­fús, en þar leik­stýr­ir Michael Rus­sell Gunn.

„Þar eru kröf­un­ar við leik­ara­skip­an enn þá meiri en oft því þetta er períóda og all­ir auka­leik­ar­ar þurfa að vera sér­vald­ir og samþykkt­ir af leik­stjóra. Við þurf­um að koma með mynd­ir og það er verið að bóka mát­an­ir og taka pruf­ur fyr­ir minnstu hlut­verk. Ég er í sam­starfi við þrjá aðra „casting directora“ er­lend­is og við fund­um reglu­lega, þannig að þetta er rosa­leg vinna,“ seg­ir Vig­fús og seg­ir að í kvik­mynd­inni séu yfir hundrað sér­vald­ir auka­leik­ar­ar, auk tíu aðalleik­ara.

Augu heimsins hvíldu á Íslandi þegar Mikhail Gorbatsjov og Ronald …
Augu heims­ins hvíldu á Íslandi þegar Mik­hail Gor­bat­sjov og Ronald Reag­an funduðu í Höfða árið 1986. Nú er verið að gera bíó­mynd­ina Reykja­vík um leiðtoga­fund­inn en Doorway Casting sá um leik­ara­skip­an. mbl.is/​Rax

„Ég hef verið að prufa marga leik­ara og þarf að átta mig á hverj­ir geta talað með am­er­ísk­um hreim og hverj­ir geta feikað rúss­nesk­an hreim og auk þess þarf út­litið að passa. Svo þarf að passa að ráða ekki leik­ara sem eru kannski upp­tekn­ir þegar kem­ur að tök­um. Það er margt sem þarf að huga að,“ seg­ir hann og seg­ir nokkra Íslend­inga vera með nokkuð stór hlut­verk í mynd­inni, en fram­leiðslu­fyr­ir­tækið úti vildi ráða sem flesta Íslend­inga.

„Þeir hafa verið mjög ánægðir með leik­ar­ana, enda fer gott orð af ís­lensk­um leik­ur­um,“ seg­ir Vig­fús, en tök­ur munu standa yfir frá miðjum októ­ber til miðs nóv­em­ber.

Síðasta hlut­verkið leikið

Er þetta ekki skemmti­legt starf?

„Jú, jú, að öllu jöfnu, en stund­um horfi ég út um glugg­ann og óska þess að ég væri að moka skurð. En það er þannig með alla vinnu; það er ekki alltaf skemmti­legt. Hér er mikið áreiti og ég fæ mikið af skila­boðum, jafn­vel um helg­ar og á kvöld­in. Ég vinn senni­lega allt of mikið.“

Ertu ekk­ert að velja sjálf­an þig í geggjuð hlut­verk?

„Góð spurn­ing,“ seg­ir hann og bros­ir.

Svörtu sandar 2 fer í loftið nú um helgina. Vigfús …
Svörtu sand­ar 2 fer í loftið nú um helg­ina. Vig­fús leik­ur í þátt­un­um en seg­ir það lík­lega sitt síðasta hlut­verk.

„Ég hef leikið í Svört­um sönd­um, sem var eig­in­lega smá grín því Bald­vini fannst fyndið að ráða mig. Mér finnst gam­an að koma á sett og hitta gömlu fé­lag­ana sem ég var að vinna með áður fyrr. Svo í Svört­um sönd­um II var búið að stækka hlut­verkið mitt tölu­vert,“ seg­ir hann, en sýn­ing­ar á serí­unni hefjast 6. októ­ber á Stöð 2. 

„Þetta var mjög gam­an og ynd­is­legt að fá að vera með fólk­inu því maður er svo ein­angraður hér á skrif­stof­unni. Þegar ég kláraði tök­una á síðasta deg­in­um sagði ég við Bald­vin að þetta hlut­verk væri það síðasta sem ég léki. En svo sjá­um við til,“ seg­ir hann kím­inn.

All­ir geta leikið

Hvað er á döf­inni?

„Ég er kom­inn með tvær ís­lensk­ar sjón­varps­serí­ur sem fara í tök­ur í fe­brú­ar og mars og er byrjaður að vinna í þeim. Svo er hell­ings­vinna fram und­an varðandi Höfða-mynd­ina. Eins erum við að klára að vinna í sjón­varps­serí­unni Reykja­vík Fusi­on sem er í tök­um núna og sömu­leiðis erum við að vinna við Eld­ana í leik­stjórn Uglu Hauks­dótt­ur.“

Vig­fús seg­ir nóg til af góðum leik­ur­um á Íslandi, en Doorway er komið með stór­an gagna­grunn.

„Mér finnst gam­an að hafa úr nógu að moða og gefa öðrum séns en bara þeim þekktu. Sum­ir telja að þetta sé klíka og að sömu leik­ar­arn­ir fái öll hlut­verk­in. Það ger­ist alltaf af og til að nýtt fólk fær séns.“

Blaðamaður kem­ur því að að hann hafi alltaf dreymt um að leika í kvik­mynd.

„Þá ertu á rétt­um stað. Þú þarft að passa þig hvað þú seg­ir því ég mun pottþétt heyra í þér!“ seg­ir Vig­fús og hlær.

Aldrei er nóg af fólki í gagna­grunni hjá Doorway og vill Vig­fús koma því til skila að fólk má gjarn­an skrá sig á heimasíðu Doorway.is. Það er aldrei að vita hvort frægðin bíður hand­an við hornið.

„Ég segi að all­ir geti leikið; þeir þurfa bara að vera rétt „kastaðir“. Ég stend al­veg við það.“

Ítar­legt viðtal er við Vig­fús í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert