Ævisaga Geirs H. Haarde að koma út

Bókin kemur út hjá bókaforlaginu Bjarti um næstu mánaðamót.
Bókin kemur út hjá bókaforlaginu Bjarti um næstu mánaðamót. mbl.is/Golli

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fjallar m.a. um ýmislegt sem gerðist mánuðina örlagaríku fyrir og eftir bankahrunið haustið 2008 í nýrri bók sinni. Einnig fjallar Geir ítarlega og gagnrýnið um Landsdómsmálið sem höfðað var gegn honum haustið 2010. Bókin kemur út hjá bókaforlaginu Bjarti um næstu mánaðamót.

Geir er einn þekktasti stjórnmálamaður þjóðarinnar á síðustu áratugum. Hann var forsætisráðherra 2006-2009, en áður utanríkis- og fjármálaráðherra til margra ára. Hann var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í 22 ár, en áður aðstoðarmaður tveggja fjármálaráðherra.

Við bókarskrifin studdist Geir við margvísleg gögn úr sínu einkasafni – sendibréf, tölvupósta, símskeyti, smáskilaboð, minnisblöð og dagbækur og einnig myndir. Fæst af því hefur áður komið fyrir almenningssjónir. Hann skrifar af einlægni um einkalíf sitt, uppvöxt í Vesturbæ Reykjavíkur, MR og námsár í Bandaríkjunum en einnig dramatíska atburði í æsku sem hann hefur aldrei rætt opinberlega áður, þar á meðal viðkvæm fjölskyldumál.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert