Ekið á mann á vespu

Lögregla sinnir ýmsum verkefnum.
Lögregla sinnir ýmsum verkefnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekið var á mann á vespu í hverfi 105. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 05 í morg­un.

Þá var bakkað á gangandi vegfaranda í miðbænum. Hann hlaut minniháttar meiðsli og leitaði sjálfur á slysadeild.

Í hverfi 108 varð árekstur tveggja bifreiða. Annar ökumaðurinn reyndist ölvaður og var vistaður í fangaklefa.

Brotist inn í geymslur

Þá var brotist inn í geymslur í fjölbýlishúsi í hverfi 105. Í dagbók lögreglu segir að ekki liggi fyrir hversu miklu var stolið.

Í hverfi 105 var maður til vandræða og olli eignaspjöllum á húsnæði. Hann var vistaður í fangaklefa þar sem hann var í annarlegu ástandi og ekki hægt að taka skýrslu af honum.

Í Kópavogi var maður einnig handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna eignaspjalla.

Farþegar í farangursrými

Í miðbænum var ökumaður stöðvaður og reyndust tveim farþegum of aukið í bifreiðinni. Héldu þeir til í farangursrými bifreiðarinnar.

Í Árbæ var annar ökumaður stöðvaður. Hann reyndist undir áhrifum fíkniefna ásamt því að hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Maðurinn var einnig með fíkniefni meðferðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert