Enn syrtir í álinn hjá stjórnarflokkunum ef marka má nýja könnun Prósents, en þeir eru nú samanlagt með aðeins 20% fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með aðeins 12% fylgi og hefur aldrei hlotið slælegri fylgismælingu. Framsókn lækkar niður í 5% og er komin í fallbaráttu, en Vinstri grænir eru komnir niður í 3%.
Samfylkingin er með langmest fylgi allra flokka eða 26%, en Miðflokkurinn er hástökkvarinn með 18%; næstmesta fylgið. Minni tíðindi eru af öðrum flokkum.
Könnunin var gerð 18.9. til 3.10. 2.150 voru í úrtaki, 1.093 svöruðu og svarhlutfall var 51%.