Gekk bara einu sinni á uppsafnað orlof

Flestir, eða 22%, segja að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, …
Flestir, eða 22%, segja að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hafi staðið sig best borgarfulltrúa á yfirstandandi kjörtímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Sundurliðun á áunnu og útteknu orlofi Dags B. Eggertssonar fv. borgarstjóra leiðir í ljós að undanfarinn áratug tók hann aðeins tvisvar allt það orlof, sem honum bar.

Sem borgarstjóri ávann hann sér 30 orlofsdaga á ári eða sex vinnuvikur, en að jafnaði tók Dagur aðeins um 2/3 orlofs síns og eitt árið aðeins átta daga.

Sjá má af töflunni að ofan, sem byggist á svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurn blaðsins, að Dagur gekk aðeins einu sinni á uppsafnað orlof. Það var orlofsárið 2022-23, þegar hann tók út sex orlofsdaga til viðbótar áunnum dögum.

Þessir áunnu en óútteknu orlofsdagar Dags hafa ekki fyrnst, heldur rúllað frá ári til árs, allt frá 2015 til þessa árs, þegar hann lét af borgarstjóraembætti. Þá var orlofið gert upp við hann með eingreiðslu, en hann fékk 9,7 milljónir króna fyrir 69 óúttekna orlofsdaga.

Misjafn skilningur

Hins vegar hefur Dagur fundið að fréttum Morgunblaðsins og andæft því sérstaklega að hann hafi fengið greitt fyrir orlof tíu ár aftur í tímann.

„Eins og gögn málsins bera með sér voru fluttir 48 orlofsdagar frá fyrri árum. Orlofsréttur hvers árs eru 30 dagar þannig að þetta er eitt og hálft ár aftur í tímann en ekki tíu,“ sagði hann um það í færslu á Facebook í sumar.

Viku áður hafði hann hins vegar sérstaklega nefnt árin tíu til skýringar í samtali við Vísi:

„Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inni í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur.“

Dagur hefur hamrað á því að uppgjör ótekins orlofs af þessu tagi hafi lengi tíðkast; hann hafi ekki fengið neina sérmeðferð, sömu reglur giltu um alla borgarstarfsmenn. Samkvæmt heimildum blaðsins er það rétt að allir starfsmenn fái uppgert orlof við starfslok, en hitt er óljósara hvort það hafi flust til yfir svo langt tímabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert