„Hér eru tveir flugvellir“

Sigurður Ingi segist ekki vera reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu flugvallar …
Sigurður Ingi segist ekki vera reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­málaráðherra seg­ist ekki vera reiðubú­inn að fjár­magna upp­bygg­ingu flug­vall­ar í Hvassa­hrauni. Spurður hvort ekki væri eðli­legt að svip­ast um eft­ir öðru flug­vall­ar­stæði til framtíðar svar­ar ráðherra: „Áður fyrr var talað um að mik­il­vægt væri að hafa tvo flug­velli hér á suðvest­ur­horn­inu, vest­an Hell­is­heiðar, og hér eru tveir flug­vell­ir.“

Seg­ir hann að inn­an fárra ára verði raf­magns­flug­vél­ar nýtt­ar í inn­an­lands­flug.

„Þar með verður bæði hljóðmeng­un og meng­un af eldsneyt­inu horf­in og flug­braut­ir verða hugs­an­lega styttri. En til lengri tíma held ég að við eig­um líka að horfa á að sam­göng­ur á veg­um eru orðnar betri og ör­ugg­ari, þannig að inn­an fárra ára verðum við kom­in í þá stöðu að geta horft aðeins víðar með það í huga hvar ann­ar vara­flug­völl­ur eigi að vera. Þá koma Suður­land og Vest­ur­land al­veg til greina.“

Útil­oka ekki Hvassa­hraun

Sex manna starfs­hóp­ur um hugs­an­lega bygg­ingu flug­vall­ar í Hvassa­hrauni var skipaður í júní 2020. Kostnaður við verk­efnið nam um 170 millj­ón­um króna. Niður­stöður rann­sókna úti­loka ekki bygg­ingu flug­vall­ar í Hvassa­hrauni.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir von­brigði að skýrsla um henti­semi Hvassa­hrauns sem flug­vall­ar­svæðis hafi ekki skilað nein­um óyggj­andi niður­stöðum. „Þetta seg­ir mér fyrst og fremst að það hafi verið mis­tök að byggja ekki upp aðstöðuna á Reykja­vík­ur­flug­velli. Við höf­um í raun­inni verið í ára­tugi með bráðabirgðaaðstöðu þar,“ seg­ir hann.

For­send­ur hættumats­skýrslu Veður­stof­unn­ar, sem unn­in var fyr­ir verk­efnið, voru byggðar á stöðu þekk­ing­ar áður en elds­um­brota­tíma­bil á Reykja­nesskaga hófst árið 2021. „Við erum að læra rosa­lega mikið á öll­um þess­um at­b­urðum sem við erum að sjá og horfa á.

Vissu­lega væri gott að geta tekið nýj­ar upp­lýs­ing­ar inn í al­veg jafnóðum, en þetta tek­ur allt sam­an tíma og að skrifa skýrslu tek­ur tíma,“ seg­ir Bergrún Arna Óla­dótt­ir jarðfræðing­ur og einn af höf­und­um hættumats­skýrsl­unn­ar.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert