Málningu kastað á vegg við bandaríska sendiráðið

Frá mótmælum við bandaríska sendiráðið í sumar.
Frá mótmælum við bandaríska sendiráðið í sumar. mbl.is/Eyþór Árnason

Skvett var málningu á vegg við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í dag þar sem efnt var til mótmæla til stuðnings Palestínu.

Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is að fólk hafi mætt fyrir utan sendiráðið til að mótmæla og eins og venjan er við mótmæli hafi lögreglan verið með viðbúnað.

„Það var hiti í einhverju fólki en þetta leysist allt vel og það var enginn handtekinn,“ segir Ásmundur Rúnar við mbl.is.

Það var félagið Ísland Palestína sem stóð fyrir mótmælunum fyrir undan sendiráðið klukkan 14 í dag og síðan var gengið niður Laugaveginn á Austurvöll þar sem haldinn var samstöðufundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka