Suðurlandsvegur lokaður

Lögreglan stýrir umferðinni á Suðurlandsvegi.
Lögreglan stýrir umferðinni á Suðurlandsvegi. Ljósmynd/Aðsend

Suðurlandsvegi var lokað vegna þriggja bíla áreksturs sem varð við afleggjarann inn í Heiðmörk á tólfta tímanum í dag.

Hildur Kristín Þorvarðardóttir, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar, segir að veginum hafi verið lokað á milli Rauðhóla og að afleggjaranum að Hólmsheiði. Þess sé beðið að bílarnir sem lentu í árekstrinum verði fjarlægðir.

Hildur segir að það sé hjáleið fyrir þá sem séu að fara vestur inn í borgina í gegnum Hólmsheiði. Þeir sem séu á leið í austurátt verði að sýna þolinmæði en þar sé leið um malarslóð og gangi umferðin þar mjög hægt.

Hildur reiknar með að vegurinn verði opnaður eftir 20-30 mínútur.

Talsverð bílaröð hefur myndast.
Talsverð bílaröð hefur myndast. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert