Svandís ein í framboði til formanns VG

Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir í góðum gír á …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir í góðum gír á Landsfundi Vinstri grænna sem hófst í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns Vinstri grænna en framboðsfrestur rann út klukkan tíu í gærkvöld.

Landsfundur Vinstri grænna hófst í gær og lýkur á morgun. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi formaður, og Jódís Skúladóttir þingmaður keppast um sæti varaformanns.

Á vef Vinstri grænna kemur fram að Hólmfríður Jennýjar- Árnadóttir sé ein í framboði til ritara og Steinar Harðarson sömuleiðis í stöðu gjaldkera.

Þeir sem bjóða sig fram sem meðstjórnendur eru sextán talsins, en alls eru sjö aðalmenn og fjórir varamenn sem ná kjöri.

Frambjóðendur til stjórnar eru: Aldey Unnar Traustadóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Berglind Häsler, Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson, Elín Björk Jónasdóttir, Fjölnir Sæmundsson, Gísli Garðarsson, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Hólmfríður Sigþórsdóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Jósúa Gabríel Davíðsson, Klara Mist Olsen Pálsdóttir, Maarit Kaipainen, Ólafur Kjartansson og Pétur Heimisson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert