Tveir skjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni um klukkan hálfellefu í morgun. Sá fyrri var af stærð 3,7 og fylgdi honum annar af stærð 3,9.
„Nokkur virkni hefur verið þar síðustu daga en engin merki um gosóróa og hafa fáir eftirskjálftar mælst. Skjálftar af þessari stærðargráðu eru nokkuð algengir við Bárðarbungu,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Á fimmtudag mældist skjálfti af stærð 5,0 á svipuðum slóðum.