Ályktun samþykkt: Stefna að kosningum í vor

Svandís Svavarsdóttir, formaður VG.
Svandís Svavarsdóttir, formaður VG. mbl.is/Ólafur Árdal

Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykktu rétt í þessu ályktun á landsfundi flokksins um að stjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og að stefna eigi að því að ganga til kosninga með vorinu.

Drög að ályktuninni kváðu á um að tímabært væri að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. 

Ályktuninni var breytt á landsfundi flokksins í samráði við flutningsfólk áður en hún var samþykkt.

Í ályktuninni er talað um að til þess að stjórnarsamstarfið geti haldið áfram óbreytt þurfi að takast á við þau verkefni sem við blasi í þjóðfélaginu á félagslegum grunni.

Flutningsfólk ályktunarinnar, sem er að finna í heild sinni að neðan, voru þau Andrés Skúlason, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Saga Kjartansdóttir.

Fréttin var uppfærð klukkan 15.47.

Frá landsfundi VG.
Frá landsfundi VG. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert