Enn þrengt að Reykjavíkurflugvelli

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir að enn eigi að þrengja að Reykjavíkurflugvelli vegna byggðar í Skerjafirði.

Þetta segir Sigrún Björk í hlaðvarpsþættinum Flugvarpið.

„Uppbyggingin er öll utan flugvallarins og það er verið að þrengja að honum. Nú erum við komin með tilmæli frá innviðaráðuneytinu að fara í að færa þessa girðingu svo að borgin geti byrjað sína uppbyggingu í Skerjafirði,“ segir Sigrún Björk meðal annars í viðtalinu.

Ekki góð hugmynd

Hún segir að ISAVIA hafi varað við afleiðingunum og segir að þetta sé ekki góð hugmynd þar sem þessi framkvæmd muni þrengja töluvert að flugvellinum.

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði við mbl.is í gær að verja þurfi Reykjavíkurflugvöll fyrir stöðugum árásum.

„Mér skilst að það hafi borist sú skip­un til ISAVIA-inn­an­lands­flugs frá innviðaráðherra um að færa girðing­una til að und­ir­búa að hægt sé að byggja þarna. Ef menn koma ekki með viðbragð við þessu núna þá veit ég ekki hvenær menn ætla að koma með viðbragð um að verja flugvöllinn fyrir þessum árásum,“ sagði Njáll Trausti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka