Hreinsunarstarfi lokið og búið að opna laugina

Sundlaugin á Seltjarnarnesi.
Sundlaugin á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Seltjarnarnes

Hreinsunarstarfi í sundlaug Seltjarnarness er lokið og er laugin nú opin almenningi á nýjan leik. Eins og fram kom á mbl.is var hún lokuð í morgun vegna glerbrota sem voru á botni laugarinnar og á sundlaugabökkunum.

Flöskum var kastað á sundlaugabakkann og ofan í laugina en gleðskapur var í Gróttu í gærkvöld og hugsanlegt er að einhverjir gestir þar hafi kastað flöskunum.

Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Gróttu, segir að hátíðarsalur Gróttu sé reglulega í útleigu og í gærkvöld hafi verið gleðskapur á vegum Sporthússins. Honum hafi verið lokið fyrir miðnætti.

Groran Jovanovski, verkstjóri í Sundlaug Seltjarnarness, sagði við mbl.is að laugin hafi verið opnuð rétt eftir klukkan 12 en enn eigi eftir að skoða upptökur úr myndavélum sem verði hugsanlega gert í dag eða í síðasta lagi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert