Léttskýjað víðast hvar á landinu

Víðast hvar verður fallegt veður í dag.
Víðast hvar verður fallegt veður í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Léttskýjað verður víðast hvar á landinu í dag.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

„Víðáttumikil lægð vestur af Írlandi og hæð yfir Grænlandi beina til okkar norðaustlægri átt, yfirleitt kalda eða strekkingi. Á Ströndum og norðaustanverðu landinu er skýjað að mestu og má því búast við lítilsháttar éljum þar. Víðast hvar léttskýjað og fallegt veður í öðrum landshlutum,“ segir í hugleiðingunum. 

Þá kemur fram að það eigi að draga heldur úr vindi á morgun. Á þriðjudag er spáð breytilegri átt og dálitlum skúrum eða éljum víða um land.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert