Þrettán starfsmönnum var sagt upp hjá Veitum um síðustu mánaðamót.
Uppsagnirnar tengjast því að mælaþjónusta Veitna er að færast yfir til Securitas, að því er RÚV greindi frá. 210 eru fastráðnir hjá Veitum.
Veitur eru dótturfyrirtæki Orkuveitunnar. Frá áramótum hefur 44 verið sagt upp hjá Orkuveitunni. 593 eru fastráðnir þar.