Áhuginn hrynur: Gjörbreytt umhverfi barna

Kristján segir fólk þurf að vera meðvitað um að umhverfi …
Kristján segir fólk þurf að vera meðvitað um að umhverfi barna sé gjörbreytt og að bregðast þurfi skynsamlega við. Samsett mynd

Sí­fellt færri nem­end­ur í 10. bekk segja lest­ur vera eitt af helstu áhuga­mál­um sín­um. Hlut­fall þeirra hef­ur lækkað úr 27% um alda­mót­in og niður í 20% nú, eða um rúm sjö pró­sentu­stig.

Um alda­mót sögðust 37% nem­enda vera mjög ósam­mála þeirri full­yrðingu að lest­ur væri tíma­sóun. Í dag segj­ast aðeins 19% nem­enda vera því mjög ósam­mála. Lækk­ar hlut­fallið um átján pró­sentu­stig frá alda­mót­un­um.

Ljóst er að áhugi ís­lenskra barna á lestri hef­ur hrunið á þessu tíma­bili. Árið 2000 sögðust 33% nem­enda í 10. bekk aðeins lesa þegar þau þyrftu þess. Í dag er hlut­fallið 60% og jafn­vel hærra.

Þetta sýna niður­stöður PISA og Skóla­púls­ins. Hægt er að sjá þró­un­ina á ár­un­um 2013 til 2023 á gröf­un­um sem hér fylgja.

Minnk­ar hratt um leið og skjá­tími eykst

Kristján Ketill Stef­áns­son, lektor í kennslu­fræðum við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, hef­ur rann­sakað þessa þróun og svo­kallaða lestr­aráhuga­hvöt meðal barna og tengsl henn­ar við snjallsíma­notk­un.

Virðist áhugi nem­enda á lestri fara hratt minnk­andi eft­ir því sem skjá­tími eykst.

Hann seg­ir ekki hægt að full­yrða um or­sök­ina á bak við þessa þróun.

Ýmsar rann­sókn­ir bendi þó til þess að til­koma snjall­tækja og ann­ars kon­ar afþrey­ing­ar­mögu­leika leiki stórt hlut­verk.

Ljóst er að áhugi íslenskra barna á lestri hefur hrunið …
Ljóst er að áhugi ís­lenskra barna á lestri hef­ur hrunið á sama tíma og snjallsíma­eign barn­anna er sí­fellt al­geng­ari. mbl.is/​Hari

Um­hverfið gjör­breytt

Sömu­leiðis ber sí­fellt meira á skert­um áhuga á lestri í yngri bekkj­um grunn­skóla.

Til að mynda hef­ur lestr­aráhugi barna í 6. og 7. bekk tekið skarp­ari dýfu en hjá eldri börn­um, ef litið er til þró­un­ar frá ár­inu 2018.

Að sögn Kristjáns bend­ir þetta til þess að á síðustu árum hafi sí­fellt yngri nem­end­ur fengið snjall­tæki eða aðra afþrey­ing­ar­mögu­leika til af­nota, sem dreg­ur úr áhug­an­um.

Má segja að við höf­um sofnað á verðinum gagn­vart snjallsíma­notk­un barna og ung­menna?

„Ég held að þetta sé allt að ger­ast núna. Við erum bara að læra að feta okk­ur í nýj­um veru­leika. Ég veit ekki hvort það er sann­gjarnt að segja að við höf­um sofnað á verðinum. Ég held að við þurf­um bara að vera meðvituð um að um­hverfi barna og full­orðinna er gjör­breytt og við þurf­um að bregðast við á skyn­sam­leg­an hátt.“

Lesskiln­ing­ur dreg­ist mikið sam­an

Í síðustu PISA-könn­un mæld­ist hæfni nem­enda á Íslandi und­ir meðaltali OECD-ríkj­anna á öll­um mats­sviðum, þar á meðal lesskiln­ingi.

Var hlut­fall barna sem náðu grunn­hæfni á þess­um þrem­ur sviðum, sem OECD tel­ur nauðsyn­lega til fullr­ar sam­fé­lagsþátt­töku, einnig lægra á Íslandi en að meðaltali inn­an OECD-ríkj­anna.

Aðeins 60% nem­enda náðu svo­kallaðri grunn­hæfni í lesskiln­ingi í síðustu PISA-könn­un.

Hef­ur ár­ang­ur í lesskiln­ingi dreg­ist mikið sam­an frá PISA-könn­un árs­ins 2018.

„Til þess að hafa áhuga á að lesa þarf líka …
„Til þess að hafa áhuga á að lesa þarf líka að búa yfir færni,“ seg­ir Kristján Ketill. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Stór hluti barna nær ekki sett­um viðmiðum

Niður­stöður sam­ræmdra les­fim­i­prófa benda einnig til þess að lestr­ar­getu ís­lenskra grunn­skóla­barna sé ábóta­vant.

Stór hluti ís­lenskra barna nær ekki sett­um viðmiðum í lestr­ar­færni, eins og Morg­un­blaðið hef­ur greint frá.

Miðað er við að við lok 1. bekkj­ar geti helm­ing­ur nem­enda lesið rétt 55 orð á mín­útu. Sam­kvæmt gögn­um mennta­mála­yf­ir­valda náðu 69% barn­anna því ekki í vor.

Auður Björg­vins­dótt­ir, læsis­fræðing­ur og aðjunkt við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, sagði í viðtali við Morg­un­blaðið í síðasta mánuði að þátt­ur í þess­ari þróun væri lík­lega að nú væru fleiri afþrey­ing­ar­mögu­leik­ar í boði fyr­ir börn en á árum áður.

„En á sama tíma er til fjöldi rann­sókna sem sýna okk­ur hvernig við eig­um að kenna lest­ur rétt og við eig­um al­veg að geta lagað þetta,“ sagði Auður.

Síma­frí frek­ar en alls­herj­ar­bann

En hvernig auk­um við áhuga nem­enda á lestri?

„Ég held að það sé skyn­sam­legt að bjóða upp á síma­frí í skól­um,“ seg­ir Kristján Ketill.

„Ef ég sem miðaldra karl­maður á í erfiðleik­um með þetta er eðli­legt að ungt fólk eigi líka erfitt með að stjórna þessu,“ bæt­ir hann við og vís­ar þá í notk­un á snjall­tækj­um.

„Þetta er ekki vanda­mál hjá stærst­um hluta nem­enda en þessi notk­un er vanda­mál hjá sum­um nem­end­um og meira vanda­mál í sum­um skól­um en öðrum. Þess vegna finnst mér ekki skyn­sam­legt að hvetja til ein­hvers kon­ar alls­herj­ar­banns.“

Í skýrslu menntamálayfirvalda um stöðu menntakerfisins kemur fram að á …
Í skýrslu mennta­mála­yf­ir­valda um stöðu mennta­kerf­is­ins kem­ur fram að á síðasta ári hafi 39% allra drengja í grunn­skól­um lands­ins notið sér­staks stuðnings eða sér­kennslu. Hlut­fallið meðal stúlkna var 28%. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Skól­inn ætti að hjálpa börn­un­um

Kristján Ketill nefn­ir að til að mynda væri hægt að kenna nem­end­um hvernig mætti beita meiri sjálfs­stjórn þegar kem­ur að notk­un snjall­tækja. Til viðbót­ar við þá kennslu væri svo hægt að inn­leiða síma­fríið með mis­mun­andi hætti.

„Það væri kannski ákveðinn fjöldi daga í viku síma­laus, eða hjá ákveðnum ald­urs­hópi væri al­gjört síma­leysi, eins og á yngsta stigi eða miðstigi. Á meðan væri tak­mörkuð notk­un á ung­linga­stigi ásamt kennslu um hvernig megi fylgj­ast með og tak­marka notk­un.“

Hann bend­ir á að þegar börn út­skrif­ist úr skóla þurfi þau að stjórna skjá­tím­an­um og snjall­tækja­notk­un. „Við þurf­um öll að læra að stjórna eig­in hegðun og það er skól­inn sem ætti að hjálpa börn­um á þeirri veg­ferð.“

Áhugi kem­ur með hæfni

En frí frá snjall­tækj­um er ekki nóg til að auka ánægju af lestri. Nem­end­ur þurfa jú að kunna að lesa.

„Til þess að hafa áhuga á að lesa þarf líka að búa yfir færni,“ seg­ir Kristján Ketill og tek­ur fram að það eigi bæði við um les­hraða og lesskiln­ing.

Til þess að efla lest­ur er góð lestr­ar­kennsla al­gjört lyk­il­atriði. Þurfa kenn­ar­ar þá að beita gagn­reynd­um kennsluaðferðum sem rann­sókn­ir með sam­an­b­urðar­hóp­um hafa sýnt fram á að virki, að sögn Kristjáns Ket­ils. Hann seg­ir það skýrt í stefnu mennta­mála­yf­ir­valda að kenn­ar­ar eigi að búa yfir hæfni til þess að beita slík­um kennsluaðferðum.

„En því miður eru ekki all­ar kennsluaðferðir sem notaðar eru í skól­um í dag gagn­reynd­ar.“

„Ég held að það sé skynsamlegt að bjóða upp á …
„Ég held að það sé skyn­sam­legt að bjóða upp á síma­frí í skól­um,“ seg­ir Kristján Ketill. mbl.is/​Hari

Mun hærra hlut­fall en hin Norður­lönd­in

Þá seg­ir hann einnig skýrt í stefnu mennta­mála­yf­ir­valda að kenn­ar­ar eigi að beita stig­skipt­um stuðningi við kennslu. Hið fyrsta fel­ur í sér al­menna kennslu. Þeim hópi sem ekki hef­ur náð skil­greindri færni eft­ir ákveðinn tíma er síðan feng­inn viðbót­ar­tími til að ná mark­miðunum, en það nefn­ist annað stig. Þeir sem hafa enn ekki náð skil­greindri hæfni eft­ir að hafa fengið auka­tíma fá að lok­um sér­kennslu, sem er þriðja stigið.

Í skýrslu mennta­mála­yf­ir­valda um stöðu mennta­kerf­is­ins kem­ur fram að á síðasta ári hafi 39% allra drengja í grunn­skól­um lands­ins notið sér­staks stuðnings eða sér­kennslu. Hlut­fallið meðal stúlkna var 28%.

„Í dag má segja að það séu í raun bara tvö stig. Það er al­menn kennsla og þeir sem ná ekki hæfn­inni í al­mennri kennslu – þeir eru send­ir í sér­kennslu,“ seg­ir Kristján Ketill.

Þannig að við beit­um ekki þess­ari þrískiptu kennsluaðferð í nógu mikl­um mæli?

„Nei, ekki nógu skil­virkt, og það end­ur­spegl­ast í því að við erum með rosa­lega hátt hlut­fall nem­enda í sér­kennslu í sam­an­b­urði við hin Norður­landa­rík­in. Við erum ekki að nota þetta millistig.“

Í síðustu PISA-könnun mældist hæfni nemenda á Íslandi undir meðaltali …
Í síðustu PISA-könn­un mæld­ist hæfni nem­enda á Íslandi und­ir meðaltali OECD-ríkj­anna á öll­um mats­sviðum, þar á meðal lesskiln­ingi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mats­fer­ill muni nýt­ast vel við þrískipta kennslu

Kristján Ketill seg­ir lyk­il­inn að stig­skipt­um stuðningi vera reglu­bundið mat á færni nem­enda.

Mats­fer­ill­inn, nýja náms­matið sem mennta­yf­ir­völd hafa boðað, muni reyn­ast vel til að inn­leiða bet­ur þrískipta kennslu.

Stefnt er að inn­leiðingu hans á næsta skóla­ári, en henni var flýtt í kjöl­far ít­ar­legr­ar um­fjöll­un­ar Morg­un­blaðsins og mbl.is í sum­ar.

Hann tek­ur þó fram að hann sé ekki að tala fyr­ir „gam­aldags“ getu­skipt­ingu þar sem nem­end­ur sem voru leng­ur að til­einka sér náms­efnið voru sett­ir í svo­kallaða tossa­bekki.

Þvert á móti sé hægt að kenna nem­end­un­um inn­an sama bekkj­ar þó að þeir séu komn­ir mis­langt með náms­efnið.

„Mats­fer­ill­inn mun ein­falda kenn­ur­um að beita aðferðum stig­skipts stuðnings í skóla­stof­unni. Hann mun von­andi minnka álagið á sér­kennsl­unni og fá fleiri börn til þess að upp­lifa þessa hæfni sem er grund­völl­ur þess að upp­lifa áhuga. Áhug­inn kem­ur ekki á und­an hæfn­inni.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert