Ein pöntun í nokkrum sendingum

Starfsmaður DHL í Þýskalandi að störfum.
Starfsmaður DHL í Þýskalandi að störfum. AFP

DHL á Íslandi vekur athygli viðskiptavina sinna á því að þeir geti átt von á mörgum sendingum úr einni og sömu pöntun á næstunni þegar það á við.

Í tilkynningu frá DHL kemur fram að tæknilegir örðugleikar valdi því að allar pantanir berist í stykkjatali en ekki safnsendingu.

Viðskiptavinir eru hvattir til að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið fyrirspurn@dhl.com.

Tilkynningin:

„Kæri viðskiptavinur.

Vegna tæknilegra örðugleika hjá Shein berast allar pantanir í stykkjatali en ekki safnsendingu. Af þeim sökum geta viðskiptavinir átt von á fjölda sendinga til landsins úr einni og sömu pöntun.

Vandamálið tefur alla vinnslu og því má búast við að afhendingar sendinga frá Shein taki lengri tíma eftir komu til Íslands en venjulega.

Ef einhverjar spurningar kunna að vakna þá vinsamlegast hafið samband við þjónustudeild á netfangið fyrirspurn@dhl.com.

Afsakið innilega þau óþægindi sem þetta vandamál kann að valda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert