Færsla á girðingu í takt samkomulagið frá 2013

Horft yfir Reykjavíkurflugvöll. Næst og til vinstri má sjá þann …
Horft yfir Reykjavíkurflugvöll. Næst og til vinstri má sjá þann hluta flugvallarins sem er næst hverfinu í Skerjafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Tilmæli frá innviðaráðuneytinu til Isavia um að fara eigi í að færa girðingu við Reykjavíkurflugvöll svo Reykjavík geti byrjað uppbyggingu í Skerjafirði er í samræmi við ákvæði í samkomulagi ríkis og borgarinnar frá árinu 2013.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu, en þingmaður vakti athygli á málinu um helgina og framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia hefur einnig staðfest að tilmælin hefðu borist frá ráðuneytinu.

Ekki ný ákvörðun

Ráðuneytið bendir á að í samkomulagi ríkis og borgar frá árinu 2013 sé kveðið á um tilfærslu girðingar á Reykjavíkurflugvelli við Skerjafjörð. Verkefninu átti að vera lokið árið 2020.

Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að skýli á mörkum flugvallarsvæðisins verði áfram innan girðingar þar til niðurstaða næst um niðurrif eða flutning.

„Innviðaráðuneytið áréttar því að ekki er um að ræða nýja ákvörðun heldur verkefni sem verði nú lokið í góðri samvinnu aðila á grunni samkomulagsins og samgönguáætlunar,“ segir í tilkynningunni. Er jafnframt staðfest að ráðuneytið hafi beint því til Isavia að fylgja eftir fyrirliggjandi áætlun um tilfærslu girðingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka