Íbúakosning verður haldin um áform Carbfix

Frá fundinum í Hafnarfirði í kvöld.
Frá fundinum í Hafnarfirði í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði fari svo að Coda Term­inal og Hafnafjarðarbær nái samningum um að fyrirtækið dæli inn­flutt­um kolt­ví­sýr­ingi niður í jörðina. 

Þetta kom meðal annars í kvöld fram í máli Orra Björnssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Valdimars Víðissonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, í bæjarstjórn Hafnafjarðar. Heyra mátti á þeim að ekki væri farið að hylla undir að samningar náist milli framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins. 

Íbúafundur var haldin í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld undir yfirskriftinni: Breytingar á aðalskipulagi Hafnafjarðar og deiliskipulagsverkefnum vegna Coda Terminal. 

Coda Terminal er fyrirtæki á vegum Carbfix. Fyrirtækið hyggst koma upp tíu borteig­um ná­lægt íbúa­byggð í Hafnafirði svo hægt sé að dæla inn­flutt­um kolt­ví­sýr­ingi niður í jörðina en talsvert hefur verið fjallað um málið hér á mbl.is. 

Á fundinum voru breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi kynntar. 

Borteigarnir eru í einhverjum tilfellum nærri Vallarhverfinu en margir íbúar eru uggandi um áhrifin sem starfsemin kann að hafa. Bæði í sambandi við umhverfismál og fasteignaverð og fleira. 

Bæjarfulltrúarnir Orri Björnsson og Valdimar Víðisson á sviðinu í kvöld …
Bæjarfulltrúarnir Orri Björnsson og Valdimar Víðisson á sviðinu í kvöld (fyrir miðju á myndinni). mbl.is/Eyþór Árnason

Fundurinn var líflegur og vel sóttur en salurinn var fullur þegar mest var. Ýmsar spurningar brunnu á íbúum um skipulagsmálin, og verkefnið sjálft, sem kjörnir fulltrúar, sviðsstjóri skipulagssviðs, fulltrúar frá Carbfix og EFLU svöruðu. 

Upptaka af fundinum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert