Mikil verðbólga kom á óvart

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar neitar því að rekstur Reykjavíkurborgar hafi verið verri en það sem kynnt var fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark á dögunum að rekstur borgarinnar hefði litið „miklu verr“ út en hann bjóst við er hann tók við sem formaður borgarráðs sumarið 2022. „Útlitið var miklu verra en ég bjóst við. Ég bjóst ekki við þessum mikla halla en það var ekkert talað um þetta í kosningabaráttunni,“ sagði borgarstjórinn.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að staðan hafi ekki verið verri en hún var kynnt á sínum tíma. „Alls ekki,“ segir Heiða í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka