Ráðherra haldi „kjarnagögnum“ leyndum

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Arnþór

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, seg­ir Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra neita að af­henda bréf sem Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is­ráðherra sendi Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) í tíð sinni sem ut­an­rík­is­ráðherra þar sem bók­un 35 var mót­mælt. Hann grein­ir frá þessu í aðsendri grein í blaðinu í dag.

„Þar var nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag sagt full­nægj­andi, enda ljóst að EES-samn­ing­ur­inn hefði aldrei verið samþykkt­ur á sín­um tíma hefði kröf­unni um inn­leiðingu bók­un­ar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert,“ rit­ar Bergþór um bréf­in.

Hann hef­ur óskað eft­ir því að fá bréf­in en fengið skrif­lega neit­un. Seg­ir hann það ekki stand­ast neina skoðun að bréf­in séu háð trúnaði. Ráðherra kjósi að halda „kjarna­gögn­um“ leynd­um.

„Þing­menn eiga ekki að fá að sjá varn­ir og sjón­ar­mið Íslands á liðnu kjör­tíma­bili.“

Seg­ir hann eng­ar skýr­ing­ar hafa feng­ist á felu­leik ráðherr­ans gagn­vart Alþingi. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka