Segir ályktun Viðreisnar um sjávarútveginn ranga

Jón Gnarr segir rangt sem fram komi í nýrri stjórnmálaályktun Viðreisnar að sjávarútvegurinn hafi ókeypis aðgang að sjávarauðlindinni.

Þetta kemur fram í nýju viðtali við hann á vettvangi Spursmála.

Sléttur sjór og lygn

Þar er hann spurður út í fullyrðingu sem fram kemur í ályktun Haustþings Viðreisnar frá 28. september síðastliðnum þar sem segir:

„Einu aðilarnir sem sigla sléttan sjó eru þau fyrirtæki sem fá sérmeðferð hjá stjórnvöldum með ókeypis aðgangi að auðlindum og frelsi undan íslensku krónunni.“

Er Jón þá spurður hvort sérstakur skattur, 33% á hagnað sjávarútvegsfyrirtækja sem til er kominn vegna fiskveiða sé til marks um að fyrirtækin hafi ókeypis aðgang að auðlindinni. Hann fullyrðir að það sé ekki rétt.

Samtalið um þetta má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan. Það er einnig rakið í textanum hér að neðan.

Tekið skal fram að Jón segist ekki hafa haft aðkomu að gerð ályktunarinnar. Hann sat þó þingið þar sem ályktunin var samin og samþykkt.

Jón Gnarr er nýjasti gestur Spursmála. Hann hyggur á þátttöku …
Jón Gnarr er nýjasti gestur Spursmála. Hann hyggur á þátttöku í prófkjöri Viðreisnar og vill 1. sæti í Reykjavík. mbl.is/Hallur Már

Er hún með ókeypis aðgang að auðlindinni?

„Ég myndi nú ekki segja að hann væri ókeypis en hún hefur umsjónarvald, umráð fyrir auðlindunum okkar.“

Veistu hvernig auðlindagjaldið er reiknað?

„Nei, ég hef bara ekki hugmynd um það.“

Ef ég upplýsi þig um að útgerðin greiði 33% af öllum hagnaði sínum í útgerð til ríkisins, ofan á tekjuskattinn...

„Af hverju bara 33%?“

Ég spyr, er það til marks um að þeir séu með ókeypis aðgang að auðlindinni?

Jón Gnarr sat Haustþing Viðreisnar eftir að hafa tilkynnt um …
Jón Gnarr sat Haustþing Viðreisnar eftir að hafa tilkynnt um að hann hefði gengið í flokkinn. mbl.is/Ólafur Árdal

Tekur ekki undir með flokknum

„Nei, enda var ég ekki að segja það, að þeir væru með það. Ég tek ekki undir að þeir séu með ókeypis aðgang, en...“

Finnst þér 33% hæfilegt eða fyndist þér að, ef þú værir að reka fyrirtæki og myndir skila milljón í hagnað og þú borgar af því tekjuskattinn, 20%...

„Þarna erum við að tala um fyrirtæki sem er í rekstri með náttúrulegar auðlindir þjóðarinnar. Mér finnst gegna öðru máli um það heldur en bara eitthvað fyrirtæki í almennum rekstri.“

Hvert á gjaldið að vera?

Já, þau borga 33% af hagnaðinum sem hin fyrirtækin borga ekki, þetta er ofan á tekjuskattinn. Hvað finnst þér að þetta gjald eigi að vera fyrst að, sko flokkurinn segir að þetta sé ókeypis aðgengi. Þú ert ósammála því, en hvað viltu að...

„Sko, það að segja að þetta sé ókeypis aðgengi er bara ekki rétt. Ég þarf ekki að vera sammála því eða ósammála. Það er bara eins og að þú myndir segja, úti er vor. En það er bara ekki rétt.“

Viðtalið við Jón Gnarr má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert