Slasaðist í smalamennsku og þyrlan kölluð út

Maðurinn slasaðist illa á fæti við smalamennsku og þyrla Landhelgisgæslunnar …
Maðurinn slasaðist illa á fæti við smalamennsku og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt eftir klukkan 16 í dag eftir að göngumaður í smalamennsku slasaðist illa á fæti í Hvammsdal í Mýrdal.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að erfitt hafi verið að komast að göngumanninum á bílum og hefði það verið langur burður fyrir björgunarsveitir ef að það hefði þurft að bera hann.

„Þess vegna var þetta verkefni fyrir þyrlusveitina,“ segir upplýsingafulltrúinn og tekur hann fram að þyrlan hafi lent með göngumanninn á Reykjavíkurflugvelli um sexleytið og hann hafi þaðan verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert