Snjóað gæti suðvestanlands á morgun

Hitaspá á miðnætti aðfaranótt miðvikudags.
Hitaspá á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Kort/Veðurstofa Íslands

Reikna má með lítils háttar snjókomu á Vestfjörðum í nótt. Það sama gildir um utanvert Snæfellsnes.

Frá þessu greinir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á Bliku.

Segir hann skarpa háloftalægð munu koma af Grænlandi og yfir vestasta hluta landsins á morgun.

„Kjarninn fer hjá suðvestanlands síðdegis á morgun eða annað kvöld. Eins og spáin er nú er braut hans það vestarlega að líklega sleppur að mestu með úrkomu,“ skrifar Einar.

Gæti orðið slydda suðvestanlands

„En hvirfillinn þarf ekki að fara mikið austar til að fá a.m.k. slyddu suðvestanlands um tíma. Svo ekki sé talað um ef hann verður aðeins seinna á ferðinni inn í kvöldið. Þá snjóar.“

Öðru köldu háloftadragi er spáð úr norðri snemma á fimmtudag.

„Það er líklegra til að skila snjó á láglendi og þá víðar um landið norðvestan- og vestanvert eins og spáin er nú.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert