Tafir í Keflavík: Sex línur í stað átta

Frá Keflavíkurflugvelli í morgun.
Frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Mikil biðröð myndaðist við öryggisleitina á Keflavíkurflugvelli í morgun og heyrði mbl.is af því að fólk hefði þurft að bíða í allt að eina klukkustund eftir því að komast að.

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, eru yfirleitt átta línur fyrir öryggisleit virkar á flugvellinum. Vegna veikinda hjá starfsfólki var aðeins hægt að opna sjö línur í morgun.

Þar fyrir utan varð bilun í búnaði og þurfti þá að loka einni línu til viðbótar. Einnig urðu truflanir á hinum línunum sex sem eftir voru vegna bilunarinnar.

„Við erum núna búin að komast fyrir þann vanda. Það er verið að greina þetta til að þetta gerðist ekki aftur,“ segir Guðjón, sem hvetur farþega til að mæta tveimur til tveimur og hálfum tíma fyrir brottför til að hafa nægan tíma ef upp koma ófyrirséðar aðstæður eins og í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert