Auglýstu „Ilm af konu“ og hættu svo við

Var verið að vekja athygli á því að auka þurfi …
Var verið að vekja athygli á því að auka þurfi jafnvægi kynjanna á efsta stjórnunarstigi fyrirtækja á Íslandi.

Hagkaup auglýsti á Facebook-síðu sinni ilmkerti sem ber nafnið Ilmur af konu fyrr í kvöld. Í færslunni sagði: „Kveiktu á kerti og fylltu þannig upp í kynjakvótann.“ Um þremur tímum síðar var færslan tekin niður. 

Í auglýsingunni var spurt hvort konu vanti í fundarherbergið og sé rýnt í umbúðir kertisins stendur að það sé til notkunar á framkvæmdarstjórnarfundum:

„Þú tekur varla eftir því að það vanti konu,“ sagði enn fremur. 

Um tveimur tímum eftir að færslan var birt uppfærði Hagkaup færsluna og skýrði frá að um átak og vitundarvakningu væri að ræða á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.

Var verið að vekja athygli á því að auka þurfi jafnvægi kynjanna á efsta stjórnunarstigi fyrirtækja á Íslandi. 

Um klukkutíma síðar hvarf færslan af Facebook-síðu Hagkaups. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert