Ekið á hjólreiðamann

Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.
Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Vínlandsleið sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ var kölluð til eftir að bifreið var ekið á hjólreiðmann. Sá sem var á hjólinu var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli hans.

Tilkynnt var um innbrot í skóla í sama umdæmi og er málið í rannsókn.

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þá var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis ásamt því að vera sviptur ökuréttindum, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan 5 í morgun.

Alls eru 50 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á tímabilinu

Lögreglan á Hverfisgötu fór í tvö útköll vegna hávaða, auk þess sem hún sinnti nokkrum umferðarmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert