Halla talar ensku við konungshjónin

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, flytur hér ræðu sína í Kristjánsborgarhöll.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, flytur hér ræðu sína í Kristjánsborgarhöll. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti er fyrsti for­seti Íslands sem flyt­ur kvöld­verðarræðu sína í rík­is­heim­sókn sinni til Dan­merk­ur á ensku. Einnig reiðir hún sig á enskt mál þegar hún ræðir við Friðrik Dana­kon­ung og Maríu drottn­ingu.

Hafa all­ir fyrr­ver­andi for­set­ar flutt ræðu sína á dönsku að Sveini Björns­syni und­an­skild­um, sem fór aldrei í slíka rík­is­heim­sókn enda voru þeir Kristján 10. ekki á bestu nót­um eft­ir að Ísland lýsti yfir sjálf­stæði á meðan Dan­ir voru enn und­ir hæl Þjóðverja.

Í kvöld var hald­inn hátíðar­kvöld­verður í Kristjáns­borg­ar­höll í Kaup­manna­höfn til heiðurs for­set­an­um og eig­in­manni henn­ar, Birni Skúla­syni.

Talaði „blandi­nav­ísku“ á þjóðþing­inu

Í sam­tali við blaðamann mbl.is í Kaup­manna­höfn fyrr í dag sagðist Halla hafa talað „blandi­nav­ísku“ þegar hún flutti ræðu á danska þjóðþing­inu fyrr í dag.

Sagðist reynd­ar hafa lít­il­lega rætt við Mar­gréti Þór­hildi Dana­drottn­ingu á dönsku er þær hitt­ust í morg­un en seg­ir Halla að eðli­leg­ustu sam­skipti henn­ar og eig­in­manns henn­ar við Friðrik Dana­kon­ung og Maríu Dana­drottn­ingu fari fram á enskri tungu.

„En það er búin að vera heil­mik­il danska hérna á milli við starfs­fólk og annað, en við höf­um svona blandað þessu aðeins í dag,“ seg­ir for­set­inn og bæt­ir við:

„Kannski á ég ekki að kalla það sem ég gerði í dag dönsku en held­ur kannski blandi­nav­ísku.“

Þá átti hún einnig von á að tungu­mál­um yrði blandað í kvöld­verðarboðinu sem nú fer fram.

Auk þess fóru kynn­ing­ar á hand­rita­safni Árna Magnús­son­ar í Hafn­ar­há­skóla fyrr í dag fram á ensku.

Ræðan hófst á dönsku, en var að mestu á ensku

Við kvöld­verðinn í Kristjáns­borg fluttu bæði kon­ung­ur og for­seti ræðu.

Bæði vitnuðu þau í hvort sitt er­indi úr Há­va­mál­um sem fjallaði um vináttu.

Ræða Höllu hófst á dönsku, en lang­stærst­ur hluti henn­ar var á ensku – að und­an­skildu Há­va­málser­indi sem var að sjálf­sögðu á ís­lensku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert