„Hvers vegna“ að kjósa í vor?

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að það muni leysa sig sjálft …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að það muni leysa sig sjálft hvenær gengið verði til næstu kosninga. mbl.is/Karítas

For­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa ekki rætt sam­an um það hvenær best sé að ganga til kosn­inga. Gera má ráð fyr­ir því að á næstu vik­um eða mánuðum komi í ljós hvenær gengið verði til kosn­inga.

Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is að lokn­um fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna. 

„Við höf­um ekki tekið umræðu á milli formann­anna um það hvenær best sé að ganga til kosn­inga. Ég er með frek­ar ein­falda sýn á þetta. Hún er sú að við höf­um skyldu til þess að vinna að fram­gangi okk­ar mála, sem stjórn­in hef­ur komið sér sam­an um,“ seg­ir Bjarni.

„Muni svo­lítið leysa sig sjálft“

Ger­irðu ráð fyr­ir því að það verði sagt á næstu vik­um eða mánuðum hvenær gengið verður til kosn­inga?

„Já, ég geri ráð fyr­ir því.“

Erum við að tala um vik­ur eða mánuði?

„Ég held að, ef ég á að segja al­veg eins og er, þá held ég að það muni svo­lítið leysa sig sjálft. Ég held að það muni gera það. Ég held að það verði ekki mik­il pressa á að hlaupa í kosn­ing­ar ef rík­is­stjórn­in klár­ar verk­efn­in sín og öf­ugt.“

Fram­gang­ur í mál­efn­um eigi að ráða úr­slit­um um tíma­setn­ingu

Fé­lags­menn Vinstri grænna samþykktu álykt­un á lands­fundi flokks­ins um að stjórn­ar­sam­starfið sé að nálg­ast leiðarlok og að stefna eigi að því að ganga til kosn­inga með vor­inu.

Bjarni seg­ir að fram­gang­ur í efna­hags­mál­um, út­lend­inga­mál­um og orku­mál­um eigi að ráða úr­slit­um um það hvenær kosið er.

„Þegar menn segja að það eigi að kjósa í maí þá spyr ég bara, hvers vegna?“ seg­ir Bjarni.

Hann seg­ir að þeir sem tali um kosn­ing­ar í vor beri það fyr­ir sig að það sé gott fyr­ir gang­verk lýðræðis­ins, en hon­um hef­ur þó ekki þótt slæmt að kjósa að hausti til.

„Hitt er miklu meiri spurn­ing, hvort að rík­is­stjórn hef­ur burði til þess að klára verk­efn­in sín og vinna í þágu þjóðar­inn­ar. Það sem hef­ur auðvitað verið mjög krefj­andi fyr­ir þessa rík­is­stjórn er það að verk­efn­in sem hún hef­ur til að fást við hafa breyst mjög mikið frá því við feng­um umboð frá kjós­end­um árið 2021 og sett­um sam­an stjórn­arsátt­mála.

Við erum að fást við allt ann­ars kon­ar verk­efni en þá blöstu við okk­ur. Það er það sem er krefj­andi, sér­stak­lega ef flokk­arn­ir eru með ólíka sýn á lausn­irn­ar,“ seg­ir Bjarni.

For­menn stjórn­ar­flokk­anna funduðu

For­menn stjórn­ar­flokk­anna funduðu sam­an að rík­is­stjórn­ar­fundi lokn­um í til­efni þess að Svandís Svavars­dótt­ir er nú orðinn formaður Vinstri grænna.

Bjarni seg­ir að á fund­in­um hafi verið fjallað um stöðuna í þing­inu, helstu mál stjórn­ar­inn­ar og hvernig rík­is­stjórn­in geti „skil­greint þau mál sem mestu skipt­ir að fái af­greiðslu á þessu þingi.“

Hon­um finnst ganga vel að ná niður verðbólgu og fagn­ar því að vext­ir hafi verið lækkaðir. Það skipt­ir að hans mati öllu máli fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins að sú þróun haldi áfram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka