Icelandair aflýsir flugi til og frá Orlando

Icelandair þarf að aflýsa flugi til og frá Flórída eins …
Icelandair þarf að aflýsa flugi til og frá Flórída eins og mörg önnur flugfélög. mbl.is/Árni Sæberg

Flug­fé­lagið Icelanda­ir tók ákvörðun í kvöld um að hætta við flug til og frá Or­lando á morg­un vegna felli­byls­ins Milt­ons sem nú nálg­ast Flórída­ríki en þar er Or­lando eins og flest­ir vita.

Flugi frá Or­lando til Íslands á fimmtu­dag­inn hef­ur einnig verið af­lýst af sömu ástæðu. Guðni Sig­urðsson upp­lýs­inga­full­trúi greindi mbl.is frá þessu í kvöld. 

Flugi frá Or­lando til Íslands í kvöld var auk þess flýtt og flugi sem átti að fara til Or­lando frá Kefla­vík síðdeg­is í dag var af­lýst. 

Icelanda­ir fylg­ist áfram með þróun mála vest­an­hafs og upp­lýs­ir farþega í smá­skila­boðum og tölvu­pósti en Guðni bend­ir á að einnig megi nýta Icelanda­ir-appið. 

Fram kem­ur í banda­rísk­um fjöl­miðlum að flug­ferðir, til og frá borg­um í Flórída, sem af­lýst hef­ur verið vegna Milt­ons séu mörg hundruð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert