Ísland í fimmta sæti aðildarríkja SÞ

Við gerð könnunarinnar var litið til þriggja þátta: Stafrænnar þjónustu, …
Við gerð könnunarinnar var litið til þriggja þátta: Stafrænnar þjónustu, fjarskiptainnviða og mannauðs og hæfni, segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. mbl.is/Þorsteinn

Ísland heldur fimmta sæti í könnun aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á stafrænni þjónustu þegar litið er til þjónustu hins opinbera og fjarskiptainnviða.

Á undan Íslandi á sviði stafrænnar þjónustu innan SÞ eru Danmörk í fyrsta sæti, svo Eistland, Singapúr og Suður-Kórea.

Könnunin merki um árangur stjórnvalda

Ísland heldur fimmta sæti frá árinu 2022 þegar könnunin var síðast gerð en hefur hækkað í stigagjöf. Árið 2022 var stigagjöf Íslands 0,9410 samanborið við 0,9671 í könnuninni í ár.

Við gerð könnunarinnar var litið til þriggja þátta: Stafrænnar þjónustu, fjarskiptainnviða og mannauðs og hæfni, segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningunni:

„Fjárfesting íslenskra stjórnvalda í stafrænni þjónustu, ekki síst fyrir tilstilli verkefnastofunnar um Stafrænt Ísland og Ísland.is, ber sýnilegan árangur. Niðurstöður samanburðarkönnunar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna eru skýrt merki um það.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert