Líður eins og við séum að hitta góða vini

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Friðrik Danakonungur í Kristjánsborgarhöll í …
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Friðrik Danakonungur í Kristjánsborgarhöll í kvöld. Bo Amstrup//Ritzau Scanpix

„Það sem hef­ur helst staðið upp úr í dag er hversu hlýj­ar mót­tök­ur við höf­um fengið hvert sem við höf­um farið,“ seg­ir Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands, sem er í sinni fyrstu op­in­beru heim­sókn sem for­seti Íslands í Dan­mörku.

Blaðamaður mbl.is í Kaup­manna­höfn náði tali af Höllu fyrr í dag þar sem Halla sagði kon­ungs­hjón­in, þau Friðrik Dana­kon­ung og Maríu Dana­drottn­ingu, hafa tekið ein­stak­lega vel á móti sér og eig­in­manni sín­um Birni Skúla­syni.

„Okk­ur líður eig­in­lega eins og við séum að hitta góða vini. Það er al­veg ein­stakt.“

Seg­ir Halla heim­sókn­ina vera mikið æv­in­týri og að kon­ungs­hjón­in hafi reynst henni og eig­in­manni henn­ar stoð og stytta.

„Við höf­um hlegið mikið og höf­um deilt mörg­um sam­eig­in­leg­um áhuga­mál­um og lært mikið í dag líka.“

Vilja setja heil­brigt Ísland á kortið

Hver eru þessi sam­eig­in­legu áhuga­mál?

„Ég hef nú sagt frá því nú þegar að við Friðrik fædd­umst á sama ári og ætli það móti mann ekki eitt­hvað. Við erum bæði fædd á hinu sögu­lega ári 1968 þannig að við höf­um verið sam­hliða á svipuðum tím­um og ým­is­legt sem við höf­um verið að ræða í kring­um það,“ seg­ir Halla og held­ur áfram.

„Hann hef­ur mik­inn áhuga á heil­brigði, hreyf­ingu og nær­ingu. Hann stend­ur fyr­ir hlaupi kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar einu sinni á ári og þetta er mikið áhuga­mál hjá eig­in­manni mín­um og við al­mennt vilj­um reyna að setja heil­brigt Ísland á kortið. Þannig það hef­ur verið margt sem við höf­um rætt þar.“

Boðið upp á Íslenskt veður

Halla seg­ir það hafa staðið upp úr í dag hversu hlýj­ar mót­tök­ur hún og eig­inmaður henn­ar hafi fengið hvert sem þau fóru þó Dan­ir hafi að vissu af­sakað veðrið við hvert fóta­mál.

„Það er bú­inn að vera smá suddi í eft­ir­miðdag­inn. En okk­ur hef­ur fund­ist við bara vera heima í slíku veðri og höf­um þakkað þeim fyr­ir að bjóða okk­ur upp á Íslenskt veður.“

Opið sam­tal um framtíð mennt­un­ar á morg­un

Aðspurð seg­ist hún hlakka mikið til þess á morg­un að eiga sam­tal í Viðskipta­há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn (CBS) þar sem rektor skól­ans verður mætt­ur ásamt rektor Há­skól­ans í Reykja­vík.

Seg­ir Halla að þar verði átt sam­tal um hvernig breyta þurfi nálg­un í mennt­un­ar­starfi til þess að út­skrifa nem­end­ur og upp­færa eldri nem­end­ur þannig að þeir séu í stakk bún­ir til að tak­ast á við nýja tíma og geta leitt þær umbreyt­ing­ar sem þurfi að leiða.

Seg­ir hún að þá muni koma sam­an marg­ir Dan­ir og Íslend­ing­ar sem starfa við skól­ann og verður opnað á opið sam­tal við nem­end­ur, kenn­ara og aðra gesti í sal.

„Þetta finnst mér skemmti­legt að gera, að eiga sam­tal, og ekk­ert endi­lega að ég hafi öll svör­in en við ætl­um alla­vega að velta því upp hvort að mennta­stofn­an­ir séu að halda í þá framtíð sem að bíður okk­ar og und­ir­búa nem­end­ur á öll­um aldri fyr­ir þá framtíð,“ seg­ir for­set­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert