Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara frá því í júní síðastliðnum um að fella niður mál í tengslum við banaslys á Kjalarnesi sumarið 2020. Hjón á bifhjóli fórust í slysinu sem átti sér stað á nýlögðu og hálu malbiki sem stóðst ekki kröfur Vegagerðarinnar. Er héraðssaksóknara gert að taka málið til viðeigandi meðferðar á ný.
Auk hjónanna missti ökumaður bifhjóls, sem ekið var næst á eftir þeim, stjórn á bifhjóli sínu með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar og slasaðist nokkuð alvarlega. Þá slasaðist tvennt, ökumenn tveggja annarra bifhjóla, þegar þau þurftu að setja fæturna niður í götuna, sem kostaði mikil átök fyrir fót- og handleggi.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.