Það hrynur út á Reykjaneshrygg með meiri virkni en hefur verið en allt er með kyrrum kjörum á gosstöðvum á Reykjanesi segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
„Það er töluverður fjöldi af skjálftum á Reykjaneshrygg bæði út á Eldey og lengra út á hryggnum, svo er nokkur virkni, eins og er búið að vera síðustu vikur, í kringum Trölladyngju, Kleifarvatn og Fagradalsfjall.
Þannig þegar þetta safnast allt svona saman og kemur á svipuðum tíma þá virkar eins og það sé mikil aukning, en hún er ekki staðbundin á einum stað umfram annan,“ segir hún.
Hún segir landrek valda hrynunum en að ekkert óvenjulegt sé að sjá. Drægi til tíðinda væri virknin bæði meiri og staðbundnari:
„[...] og við sæjum önnur gögn líka sem við sjáum ekki núna.“