Mikill reykur berst frá rútu

Slökkviliðsmaður að störfum.
Slökkviliðsmaður að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikill reykur kemur frá rútu í Mörkinni í Reykjavík og er slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á leiðinni á staðinn.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er talið að reykurinn komi úr vél rútunnar.

Hann hefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Uppfært kl. 8.40:

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti ekkert að aðhafast er það kom á vettvang.

Að sögn varðstjóra kom reykurinn líklega út frá kyndingunni í rútunni. Bílstjórinn hafði kveikt á hiturum sem líklega blésu af sér út úr púströrinu með þeim afleiðingum að mikill reykur steig upp.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn var bílstjórinn búinn að slökkva á kyndingunni og reykurinn farinn. Engir farþegar voru í rútunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert