Myndskeið: Danakonungur tekur á móti Höllu og Birni

Hópur fólks fylgdist með þegar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, komu á bát að bryggjunni við gömlu tollbúðina í Kaupmannahöfn í morgun.

Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra til Danmerkur og sömuleiðis fyrsta skiptið sem Danakonungur tekur á móti erlendum þjóðhöfðingja frá því hann tók við krúnunni af móður sinni.

Blaðamaður mbl.is er á vettvangi en á myndskeiði hér að ofan má sjá þegar Friðrik 10. Danakonungur og María drottning tóku á móti íslensku forsetahjónunum.

Vel fór á með þeim öllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert