Myndskeið: Fyrsta heimsóknin í Jónshús

Móttökunefnd tók á móti íslensku forsetahjónunum og dönsku konungshjónunum í Jónshúsi í Kaupmannahöfn nú fyrir skemmstu.

Með í för voru einnig Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Søren Gade, forseti danska þingsins, og fleiri góðir gestir.

Blaðamaður mbl.is er á vettvangi og fylgist með heimsókninni.

Við komuna fengu María drottning og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhent blóm.

Friðrik 10. Danakonungur heilsaði fjölmiðlum og Halla veifaði til hóps þýskra ferðamanna sem margir héldu íslenskum og dönskum fánum á lofti.

Halla Tómasdóttir veifaði hópi ferðamanna.
Halla Tómasdóttir veifaði hópi ferðamanna. mbl.is/Agnar Már

Skrifuðu í gestabókina

Móttakan í dag markar fyrsta skiptið sem þjóðhöfðingi Dana heimsækir Jónshús.

Húsið er eins konar menningarmiðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn en þar er m.a. bókasafn, aðstaða fyrir félagsstarfsemi og sýning um líf hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar.

Í Jónshúsi rituðu dönsku konungshjónin og íslensku forsetahjónin nöfn sín í gestabókina sem þar er að finna.

mbl.is/Agnar Már
mbl.is/Agnar Már
Halla Tómasdóttir ritaði nafn sitt í gestabókina.
Halla Tómasdóttir ritaði nafn sitt í gestabókina. mbl.is/Agnar Már
Danakonungur ritaði einnig í gestabókina.
Danakonungur ritaði einnig í gestabókina. mbl.is/Agnar Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert