Öryrkjabandalag Íslands breytir um nafn

Í tilkynningu frá félaginu eru rök færð fyrir nýja nafninu. …
Í tilkynningu frá félaginu eru rök færð fyrir nýja nafninu. Að innan þess sé skammstöfun félagins og tilgangur þess. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að breyta nafni Öryrkjabandalags Íslands í ÖBÍ réttindasamtök. Tillaga þess efnis var samþykkt á aðalfundi ÖBÍ réttindasamtaka fyrr í dag.

Nafnabreytingin er sögð rökrétt framhald af endurmörkun félagsins sem átti sér stað fyrir tveimur árum.

Í tilkynningu frá félaginu eru rök færð fyrir nýja nafninu. Að innan þess sé skammstöfun félagins og tilgangur þess. 

„Merkið okkar og nýjar áherslur í heiti samtakanna, ÖBÍ réttindasamtök, gefa okkur bæði kraft og snerpu í breyttum heimi. ÖBÍ réttindasamtök eru afl breytinga og stuðla að betra lífi fyrir fatlað fólk. Við erum til staðar þegar tilveran snýst á hvolf eða þegar sjálfsögð réttindi okkar eru látin mæta afgangi,“ segir í tilkynningu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert