Snjókoma á fjallvegum seinnipartinn

Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiði. mbl.is

Í dag er spáð norðaustan og austan 3 til 10 metrum á sekúndu og skýjað verður með köflum. Víða verða dálítil él norðan og austanlands. Rigning verður eða slydda með köflum suðvestantil eftir hádegi og snjókoma á fjallvegum um tíma undir kvöld. Hiti verður á bilinu 1 til 7 stig.

Norðlæg átt 3-10  m/s verður á morgun, en heldur hvassara austast á landinu. Dálítil él verða á norðan- og austanverðu landinu og dálítil væta öðru hverju suðvestantil. Annars verður bjart með köflum. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig.

Búast má við snjókomu á fjallvegum suðvestanlands seinnipartinn og í nótt, með erfiðum akstursskilyrðum og takmörkuðu skyggni, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert