Tók upp nauðgun í aftursæti bíls

Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun með því að hafa brotið gegn kynferðislegri friðhelgi konu þar sem hann hafði við hana samræði í aftursæti bifreiðar án þess að hún gæti spornað við verknaðinum sökum áhrifa vímuefna.

Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa tekið athæfið upp að vitneskju konunnar og þannig útbúið myndskeið af samræðinu, en brotið átti sér stað í júlí 2022.

Konan fer fram á að maðurinn greiði sér 3,5 milljónir í skaðabætur í einkaréttarkröfu í málinu, en það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert